Tuesday, January 17, 2006

A few thougths in Icelandic

Síðan ég las bókina Atlas Shrugged hef ég byrjað að líta töluvert öðruvísi á margt í kringum mig, og ég segi stundum að bókin hafi breytt heimsmynd minni eins og hún leggur sig. Sérstaklega finnst mér að hugarfar Hank Rearden í fyrrihluta bókarinnar sé ríkjandi hjá mér, en því má lýsa nokkurn veginn svona:

Ég get yfirleitt tekið á mig aukavinnu ef það hjálpar öðrum sem getur/geta það ekki. Ég get alveg séð á eftir krónu hér og krónu þar, því miðað þá miklu hjálp sem krónan veitir öðrum þá skerðir hún ekki mína möguleika það mikið (ómælanlegt, tilfinningalegt mat). Þetta tvennt ásamt töluverðri þolinmæði gerir það að verkum að ég er ansi opinn fyrir "árásum" þeirra sem þurfa eitthvað (aðstoð, pening, hjálp).

Afleiðingin er meðal annars sú að í marga, marga mánuði eftir að ég og ákveðin manneskja af kvenkyni breyttum formlegri stöðu okkar á milli hef ég verið að gefa pening hér og pening þar til að hjálpa, aðstoða og bjarga. Oft er um "neyð" að ræða þar sem hún er búin að eyða öllum peningum sínum, maxa yfirdrátt sinn og lofa sér í hitt og þetta sem kostar pening og er rosalega mikilvægt og nauðsynlegt fyrir hana og hennar framtíð og drauma, og á svo allt í einu ekki fyrir mat og hvað þá lofuðum útgjöldum.

Maður getur nú ekki látið neinn svelta er það? Og hvað munar mig um þessa upphæð og þessa miðað við hvað henni munar mikið um aðstoðina?

Ég hef fengið skammir frá þeim sem ég hef sagt frá þessu, og verðskuldaðar skammir ef ég má bæta því við. Á endanum þýðir lítið annað en að segja við grátandi andlit að nú hætti þetta kropp og að sjálfsábyrgð sé orðin ákaflega aðkallandi hjá manneskjunni.

Hvað ef ég svo segi að ég neiti að gefa betlandi heimilisleysingjum á götunni? Nei, þá er ég orðinn vondikallinn sem neitar að hjálpa þeim sem minna mega sín. En gilda aðrar reglur um mann sem býr á götunni í hinu svokallaða velferðarkerfi sem er þéttofið af skattgreiddri aðstoð, hjálp, ráðgjöf, húsaskjóli, námskeiðum, meðferðum, atvinnu og almennum stuðningi? Nei, og heldur ekki í fjarveru alls þessa þar sem bara væri um sjálfviljuga aðstoð í boði sjálfboðaliða og fólks sem fær laun frá frjálsum framlögum (sumsé, aðstoð sem er ekki fjármögnuð með sköttum og unnin af opinberum starfsmönnum).

Í vinnunni er þetta svolítið öðruvísi. Ég er (eða ætti ef ekki væri fyrir blogg í lok hádegispásu að ræða) að vinna örlítið verkefni fyrir eina á vinnustaðnum sem er í svolitlum vandræðum með andlegt jafnvægi. Hér er ég a.m.k. spurður ef ég geti bætt á mig til að aðstoða annan. Ég játa því yfirleitt og raunar alltaf hingað til, því ég get (a.m.k. núna) og vil (yfirleitt) hjálpa til.

"The Rearden-syndrom" er merkilegt og ruglingslegt fyrirbæri og banvæn blanda samviskubits, umburðarlyndis þegar það á ekki að vera til staðar og almennrar hjálpsemi sem á yfirleitt að vera til staðar en þó alls ekki alltaf.

No comments: